kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Vígslubiskupskjör. Um Skálholt. Fyrsti partur.

Kristján Valur @ 20.08 11/3 + 1 ath.

Bréf til þeirra sem eru á kjörskrá í vígslubiskupskjöri er farið í póst. Það fjallar um áhersluatriðin þrjú sem ég nefndi í fyrsta bréfi mínu. Þar er fyrst fjallað um Skálholt. Í bréfinu er þess getið að ég muni hér á annálnum gera nánari gein fyrir því sem bréfið fjallar um. Hér er fyrsti hluti Skálholtskafla bréfsins. Áfram…

Um vígslubiskup í Skálholti

Kristján Valur @ 19.52 11/3

Í gær og dag fóru af stað bréf til þeira sem kosið geta næsta vígslubiskup í Skálholti.  Hér er myndbrot  sem kemur inn á hugmyndir mínar um hlutverk og verkefni vígslubiskups.

Fundur á vegum PÍ með kandidötum í vígslubiskupskjöri

Kristján Valur @ 21.08 28/2

Í  dag, mánudaginn 28.febrúar var haldinn fundur í Strandbergi Hafnarfjarðarkirkju á vegum stjórnar Prestafélags Íslands, með þeim fimm sem gefið hafa kost á sér í vígslubiskupskjöri. Stjórnin sendi okkur eftirfarandi spurningar og bað okkur að svara þeim á tíu mínútum: Hverjar eru þínar guðfræðilegu áherslur ? Hyggstu breyta einhverju, ef já, hverju ? Hvað hugsarðu þér að sitja lengi og hyggst þú sitja Skálholtsstað? Hvert er hlutverk vígslubiskups að þínu mati?

Áfram…

Arnbjörg Halldórsdóttir. Minningarorð.

Kristján Valur @ 18.01 26/2

Í dag var borin til moldar í Grenivíkurkirkjugarði Arnbjörg Halldórsdóttir í Réttarholti. Sóknarpresturinn var að samfagna konu sinni, sem útskrifaðist guðfræðingur í dag frá Háskóla Íslands, og ég hljóp í skarðið fyrir hann. Áfram…

Predikun á sunnudegi í níuvikna föstu

Kristján Valur @ 19.52 20/2

Predikun á sunnudeginum septuaginta eða 1.sunnudegi í níuviknaföstu 20.febrúar 2011 í Langholtskirkju kl. 11  og Bústaðakirkju kl. 14. Áfram…

Vígslubiskup í Skálholti. Fyrsti þáttur.

Kristján Valur @ 19.56 14/2

Við það að gefa kost á sér í kjöri til vígslubiskups í Skálholti vakna spurningar sem maður verður að svara bæði sjálfum sér og öðrum. Ætlunin er að nota þennan vettvang til þess að birta spurningar og svör. Áfram…

Sofandi Jesúbarn. Málað af Francesco Albani

Kristján Valur @ 22.14 13/2 + 1 ath.

Þýska ljóskáldið Eduard Mörike (1804 – 1875 ) heillaðist svo af málverki eftir ítalska málarann  Francesco Albani (1578-1660) sem sýnir Jesúbarnið sofandi á trégólfi, að hann gerði ljóðið Schlafendes Jesuskind, og lét fylgja í titli ljóðsins: málað af Francesco Albani. Áfram…

Í sömu sporum. Og þó ekki.

Kristján Valur @ 00.22 8/2

Á vordögum verður kosinn nýr vígslubiskup í  Skálholti. Á kyndilmessu skrifaði ég bréf til allra þeirra sem eru á kjörskrá, til þess að láta vita um þá ákvörðun að ég gef kost á mér og leita eftir fylgi þeirra. Þetta bréf hlýtur að berast viðtakendum í dag eða á morgun. Áfram…

Predikun í Langholtskirkju 5.sd. e.þrettánda

Kristján Valur @ 13.02 6/2

Hér er predikun dagsins. Áfram…

Árni Sigurðsson. Minningarorð.

Kristján Valur @ 18.04 26/10

Í dag var gerð frá Fossvogskapellu í Reykjavík útför Árna Sigurðssonar fyrrum bónda og kennara í Hjarðarási í Núpasveit, í dásamlega fögru haustveðri. Vegna þeirra sem ekki gátu verið viðstödd eru minningarorðin sett hér á annálinn. Rétt er að geta þess að vers úr Kvæðinu um fuglana (Snert hörpu mína himinborna dís) við lag Atla Heimis Sveinssonar voru sungin á undan minningarorðunum. Áfram…

Pálsmessa

Kristján Valur @ 11.23 25/1

Í dag, 25.janúar er Pálsmessa. Elstu heimildir (Dagatal rómverska ríkisins fyrir árið 354) benda  til þess að  þessi hátíð hafi fyrst orðið kunn í norðurhluta ríkisins (Gallíu). Einkenni hennar er lofgjörðin fyrir mátt hinnar guðlegu náðar sem Páll, postuli þjóðanna,  miðlar í ritum sínum og lestrar dagsins vísa til. Áfram…

Sigurður Guðmundsson.Minningarorð

Kristján Valur @ 13.17 23/1

Sigurður Guðmundsson fyrrum Hólabiskup lést þann 10.janúar síðastliðinn og var borinn til moldar þann 18.janúar tæpra níutíu ára að aldri. Við áttum samleið í hálfa öld. Útförin var gerð frá Akureyrarkirkju. Til kirkju  voru hálft sjötta hundrað manns, þar af 38 hempuklæddir prestar. Áfram…

Halla Einarsdóttir. Minningarorð

Kristján Valur @ 22.43 22/1

Halla Einarsdóttir frá Kárastöðum í Þingvallasveit var kvödd í kyrrþey þann 8.janúar. Duftker hennar verður jarðsett síðar í Þingvallakirkjugarði. Áfram…

Nýársdagur

Kristján Valur @ 14.44 3/1

Það var fagurt um að litast á Þingvöllum á nýársdag og sem fyrr gott að hefja þar nýtt ár. Áfram…

Símeon og barnið

Kristján Valur @ 13.38 28/12

Predikun á sunnudegi milli jóla og nýárs hlýtur að taka mið af Barnadeginum 28.desember. Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli