kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Bænadagur á vetri · Heim · Ummyndunarsunnudagur »

Dietrich Bonhoeffer

Kristján Valur @ 13.46 4/2/06

Í dag, 4. febrúar, er öld liðin frá fæðingu þýska guðfræðingsins Dietrich Bonhoeffer. Hann var fæddur 4.febrúar 1906 í Breslau, sem nú er í Póllandi (Wroclaw.) Hann var tekinn af lífi af nasistum 9.april 1945

Dietrich Bonhoeffer nam guðfræði í Tübingen, Rom og Berlin á árunum 1923 -1927, og lauk doktorsprófi í Berlín 1927. Ritgerð hans heitir: “Sanctorum communio. Eine Untersuchung zur Soziologie der Kirche”. Hann þjónaði sem prestnemi (vikar) í Barcelona þar til hann varð Assistent við Berliner Theologischen Fakultät 1929.

1930 lauk hann síðara guðfræðiprófi og fékk réttindi til háskólakennslu. Þaðan hélt hann til náms og fræðistarfa við Union Theological Seminary in New York1931-1933.
Þegar heim kom varð hann Privatdozent við háskólann í Berlin og stúdentaprestur við Berliner Technischen Hochschule.
Þegar Hitler hafði verið útnefndur kanzlari þýska ríkisins hélt Bonhoeffer til London þar sem hann varð prestur þýska safnaðarins í London-Sydenham.

Hann sneri til Þýskalands 1936 að ósk játningarkirkjunnar (Bekennende Kirche) og tók að sér að stýra prestaseminari þeirra í Zingst og Finkenwalde, en sama ár tóku nasistar af honum leyfið til háskólakennslu vegna yfirlýstrar andstöðu hans við kynþáttastefnu nasismans.
1937 lét Heinrich Himmler loka skólanum í Finkenwalde, en Bonhoeffer kenndi áfram í felum.
1939 fékk hann köllun til kennslustarfa í Bandaríkjunum þegar hann var þar á fyrirlestrarferð en vildi ekki þiggja. Hann snéri aftur til Þýskalands stuttu áður en heimstyrjöldin skall á 1940 og hélt áfram kennslu við prestaseminarið þar til því var lokað alveg og honum var bannað bæði að flytja fyrirlestra, predika og skrifa.

1940 – 1943 starfaði Bonhoeffer með mági sínum Hans von Dohnanyi í andspyrnuhreyfingu undir stjórn Wilhelm Canaris. Með hjálp einstaklinga sem Bonhoeffer hafði eignast að vinum í samkirkjulegu starfi kom hann á tegslum milli andspyrnuhreyfinga í Þýskalandi og ríkistjórna vestrænna ríkja. Þannig fór hann t.d. sem fulltrúi andstöðunnar, til Svíþjóðar 1942 þar sem hann hitti George Bell (1883- 1949) biskup í Chichester til að ræða friðaráform eftir að Hitler hefði verið komið frá.
7.janúar 1943 opinberuðu þau trúlofun sína Dietrich Bonhoeffer og Maria von Wedemeyer. Þrem mánuðum síðar var hann tekinn til fanga af Gestapo og settur í herfangelsið í Berlín þaðan sem hann var síðar fluttur til Buchenwald.

Eftir hið misheppnaða tilræði við Hitler 20.júlí 1944 gat Gestapo loks sannað að Bonhoeffer hefði tekið þátt í andspyrnuhreyfingunni.

5.apríl 1945 skipaði Hitler svo fyrir að allir þeir sem viðriðnir voru tilræðið frá 20.júní og enn lifðu skyldu teknir af lífi.
8.apríl 1945 var Boenhoeffer fluttur frá Buchenwald til Flossenburg. Snemma næsta morgunn dæmdi SS dómur, haldinn í Flosenburgbúðunum, Dietrich Bonhoeffer, Wilhelm Canaris und Hans Oster, generál til dauða með hengingu.

Stuttu áður en ameríski herinn náði Flossenburg í birtingu hinn 9. apríl var dómnum framfylgt.

Enginn vafi leikur á því að Bonhoeffer hafði mikil áhrif sem guðfræðingur og prestur í Þýskalandi og víða um heim. Guðfræðingar hér á landi þekkja vel til hans.

Ég mun minnast ritverka hans í annan tíma rækilegar á þessum annál.

Í tilefni af 70 ára afmæli móður sinnar sendi Bonhoeffer foreldrum sínum og Maríu unnustu sinni ljóðið Von guten Mächten, um jólin 1944.
Það er rétt að hafa í huga við lestur ljóðsins að þau sem kveðjuna fá minntust á þessum jólum sonanna tveggja Klaus og Dietrich, tengdasonanna Hans von Dohnanyi og Rüdiger Schleicher, sem allir voru fangar nasista, tvíburasystur Dietrichs, Sabine sem gift var gyðingi (Gerhard Leibholz) og útlagi frá sínu heimalandi og sonarins Walter sem var fallinn.

Von guten Mächten treu und still umgeben,
behütet und getröstet wunderbar, -
so will ich diese Tage mit euch leben
und mit euch gehen in ein neues Jahr;

noch will das alte unsre Herzen quälen
noch drückt uns böser Tage schwere Last.
Ach Herr, gib unsern aufgeschreckten Seelen
das Heil, für das Du uns geschaffen hast.

Und reichst Du uns den schweren Kelch, den bittern,
des Leids, gefüllt bis an den höchsten Rand
so nehmen wir ihn dankbar ohne Zittern
aus Deiner guten und geliebten Hand.

Doch willst Du uns noch einmal Freude schenken
an dieser Welt und ihrer Sonne Glanz,
dann woll′n wir des Vergangenen gedenken,
und dann gehört Dir unser Leben ganz.

Laß warm und hell die Kerzen heute flammen
die Du in unsre Dunkelheit gebracht,
führ, wenn es sein kann, wieder uns zusammen!
wir wissen es, Dein Licht scheint in der Nacht.

Wenn sich die Stille nun tief um uns breitet,
so laß uns hören jenen vollen Klang
der Welt, die unsichtbar sich um uns weitet,
all Deiner Kinder hohen Lobgesang.

Von guten Mächten wunderbar geborgen
erwarten wir getrost, was kommen mag.
Gott ist bei uns am Abend und am Morgen
und ganz gewiß an jedem neuen Tag.

Dietrich Bonhoeffer

url: http://kvi.annall.is/2006-02-04/13.46.07/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Torfi Stefánsson @ 4/2/2006 17.07

Takk fyrir þetta Kristján Valur.
Réttur tími til að minnast þessa merka baráttumanns gegn rasískri kynþáttastefnu nú, þegar átök milli ólíkra menningarheima eru sífellt að aukast.
Líklega hafa nasistarnir vísað í prentfrelsið þegar blöð þeirra voru að birta níðmyndir af gyðingum sem íbjúg nef, rétt eins og stuðningsmenn teikninga Jótlandspóstsins gera nú – og rétt eins og teikningarnar sýna.

Kristján Valur @ 4/2/2006 17.21

Ég er hræddur um að þeir hafi ekki haft nokkurn áhuga fyrir frelsi yfirleitt heldur aðeins fyrir sínu eigin. En líkast til kemur það í sama stað niður.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli