kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Marteinn bróðir minn · Heim · Aðventuljós og friðarbæn »

Við tendrum lítið ljós í kvöld

Kristján Valur @ 15.25 26/11/05

Adda Steina spurði hvort ég gæti fært norsk vers um aðventuljósin yfir á íslenska tungu, og það tókst á síðustu metrunum áður en aðventan gengur í garð. Þó að þetta hafi verið gert fyrir hana, er ég alveg viss um að hún heimilar birtingu!

Aðventuljósin

Gleði, Von, Þrá og Friður.
vers frá Noregi eftir Inger Hagerup

Så tenner vi ett lys i kveld,
vi tenner det for glede.
Det står og skinner for seg selv
og oss som er til stede.
Så tenner vi ett lys i kveld,
vi tenner det for glede.

Så tenner vi to lys i kveld,
to lys for håp og glede.
De står og skinner for seg selv
og oss som er til stede.
Så tenner vi to lys i kveld
to lys for håp og glede

Så tenner vi tre lys i kveld
for lengsel, håp og glede.
De står og skinner for seg selv
og oss som er til stede.
Så tenner vi tre lys i kveld
for lengsel, håp og glede

Vi tenner fire lys i kveld
og lar dem brenne ned
for lengsel, glede, håp og fred,
men mest allikevel
for fred på denne lille jord
der menneskene bor.

Við tendrum lítið ljós í kvöld:
Eitt ljós sem táknar gleði.
Það segir sögu öld af öld
um allt sem forðum skeði.
Við tendrum lítið ljós í kvöld,
Eitt ljós sem táknar gleði.

Við tendrum ljósin tvö í kvöld,
sem tákna von og gleði.
Þau segja sögu öld af öld
um allt sem forðum skeði.
Við tendrum ljósin tvö í kvöld,
sem tákna von og gleði.

Við tendrum þrjú ljós þetta kvöld
um þrá og von og gleði.
Þau segja sögu öld af öld
um allt sem forðum skeði.
Við tendrum þrjú ljós þetta kvöld
um þrá og von og gleði.

Það loga fjögur kerti í kvöld
Þau kveikja von um frið,
með þrá og gleði, hlið við hlið
svo hér um ár og öld
á jörðu finnum fjær og nær,
þar frið sem hjarta slær.

url: http://kvi.annall.is/2005-11-26/15.25.36/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 26/11/2005 15.38

Fallegt, við þurfum að finna þessu stað á nýjum vef. Þetta er efni sem á svo sannarlega heima þar.

Kristján Valur @ 26/11/2005 21.26

og ég má til með að óska þér og okkur öllum hjartanlega til hamingju með þennan nýja vef.Hann er bæði fallegur og aðgengilegur

Lokað er fyrir athugasemdir.

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli