kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Efni fyrir námskeiðsfólk · Heim · Marteinn bróðir minn »

Þegar aldurinn færist yfir – bæn

Kristján Valur @ 15.25 30/10/05

Tiltektir leiða stundum ýmislegt fram af gleymdu og týndu. Hér fannst bæn sem ástæðulaust er að henda, einkum þegar sá sem þetta ritar er sjálfur ört að eldast! Þessi bæn er að mig minnir ættuð frá Vesturheimi.

Bæn þess sem er að eldast.

Drottinn Guð.
Aldurinn færist yfir og ellin nálgast.
Vernda mig Drottinn,
frá því að verða málgefinn
og þurfa sífellt að tjá mig um öll málefni.

Leystu mig frá því að reyna alltaf að skipta mér af málefnum annarra
og frá því að halda að ég hafi betra vit en aðrir á að leysa vandamál þeirra.
Forða mér frá því að telja endalaust upp öll smáatriði,
en gef mér vængi til að komast að aðalatriðinu.

Innsigla varir mínar
þegar ég kemst í ham við að telja upp þrautir mínar og óþægindi
og alla verkina.

Þeir vaxa með aldrinum
og með þeim þörfin fyrir að tala um þá.
Ástríðan að segja frá þeim verður ljúfari með hverju árinu.

Drottinn,
kenndu mér einnig þá dásamlegu lexíu
að stöku sinnum gæti verið að ég hefði ekki á réttu að standa.

Gerðu mig umhyggjusaman,
en ekki hnýsinn,
hjálpsaman en ekki afskiptasaman.

Þú veist að ég bý yfir svo mikilli visku og reynslu
og hef svo sterka sýn á það sem verður,
það væri svo mikil synd að nota það ekki alltsaman.

En þú veist samt Drottinn,
að mig langar mest að eiga nokkra vini eftir í lokin.

url: http://kvi.annall.is/2005-10-30/15.25.52/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

hildigunnur @ 30/10/2005 15.40

þessi er alveg frábær :-) Mætti hanga uppi víða…

Árni Svanur @ 30/10/2005 21.41

Ég tek undir þetta, bænin er falleg og á erindi við flesta aldurshópa! Það er líka gott að lesa hana núna, þegar allra heilagra og allra sálna messur eru í nánd.

Sigurður Árni @ 2/11/2005 22.44

Frábært, mig dauðlangar til að senda þessa bæn sem víðast, en held ég byrji að jórtra hana sjálfur. Guð geymi þig líka.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli