kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Jólabréfið 2004 – aðaltexti · Heim · Heiðar Baldvinsson »

Kennsla hefst

Kristján Valur @ 10.11 14/1/05

Kennsla hefst í guðfræðideild mánudaginn 17.janúar nk. Ég hef þrjú námskeið á minni könnu og tek þátt í því fjórða.

Guðfræði díakoníunnar I er námskeið fyrir nemendur á fyrsta og öðru námsári almenns guðfræðináms, en það er einnig ætlað djáknanemum og kemur til með að taka við af fyrri hluta námskeiðsins Djáknafræði og embættisgjörð. Hér er farið í hinn biblíulega grundvöll díkakoníunnar og kirkjustarfsins.

Liturgisk fræði II, Messan, er námskeið sem tekur við af sálmafræðinni sem kennd var fyrir jól. Námskeiðið er hluti af því námi sem tekið er til BA prófs og djáknafræðiprófs, en er þó alveg nauðsynlegt fyrir þau sem stefna að cand.theol prófi. Hér er fjallað um guðfræði guðsþjónustunnar, sögu messunnar og inntak kirkjuathafna.

Guðfræði diakoníunnar II, er nú kennt í fyrsta sinn. Þetta er námskeið fyrir 3- 5 námsár. Það byggir á hinni biblíulegu grundvöllun í Guðfræði díakoníunnar I, en tekur sérstaklega fyrir safnaðaruppbyggingu og kirkjufræði á grundvelli praktískrar guðfræði. Um þessi námskeið verður nánar fjallað hér á annál innan tíðar.

url: http://kvi.annall.is/2005-01-14/10.11.41/

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli