kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Prestsþjónusta á Þingvöllum sumarið 2004 · Heim · Predikun á Þingvöllum á hvítasunnu »

Sálmur fyrir pílagríma.

Kristján Valur @ 20.56 19/5/04

Í vor og sumar verða farnar nokkrar pílagrímagöngur. Á ráðstefnu við gömlu pílagrímaleiðina frá Oslo til Niðaróss kom upp í hendurnar sálmur fyrir pílagríma.

Hér er einungis íslenska þýðingin, en ég skal bæta frumtextanum við næstu daga.

Sálmur

Við erum fólk í förum,
ef ferðin er erfið og löng,
við setjumst við læki og lindar
og leitum þín Guð, í söng.

Við erum fólk í förum,
á flótta, í óró og nauð,
og leitum að sátt þegar saman
er safnast um vín og brauð.

Við erum fólk í förum
og færumst í trúnni æ nær
því heima sem heimfús leitar,
og himininn okkur ljær.

Britt G Hallqvist 1981, Eyvind Skeie 1982, Kristján Valur Ingólfsson 2002

url: http://kvi.annall.is/2004-05-19/20.56.05/

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli