kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Leyndardómasónötur Bibers · Heim · Lofsöngur páskanæturinnar – Exultet »

In Paradisum

Kristján Valur @ 22.41 10/4/04

Ég ætla að tína til nokkra fleiri þætti úr sálumessunni, – en ekki endilega bara Mozarts, þó að sú sé sannarlega stórkostleg tónlist. Sum tónskáld taka með sönginn In Paradisum. Þá er yfirleitt bara sungin antiffónan ein (andstefið) en ekki versin á milli.Hér er hvort tveggja.

In Paradisum

In paradisum
deducant angeli;
in tuo adventu suscipiant
te Martyres
et preducant te
in civitatem
sanctam Jerusalem.

Chorus Angelorum te suscipiat
et cum Lazaro
quondam paupere
aeternam habeas requiem.

Andstef.

Til paradísar leiði þig kór englanna.
Við heimkomu þína taki á móti þér
píslarvottafjöld,
Og þeir leiði þig heim,
inn í borgina heilögu
Jerúsalem.

Kór englanna taki á móti þér
og með Lasarusi sem fyrr var fátækur
gefi þér Guð hinn eilífa frið.

Vers.

Snörur Heljar luktu um mig,
möskvar dauðans féllu yfir mig.
Í angist minni kallaði ég á Drottin,
og til Guðs míns hrópaði ég.
Hann heyrði raust mína í helgidómi sínum,
og óp mitt barst til eyrna honum. (Sl.18.5-7)

Andstef.

Kór englanna taki á móti þér
og með Lasarusi sem fyrr var fátækur
gefi þér Guð hinn eilífa frið.

Vers.

Já, þú hreifst sál mína frá dauða,
auga mitt frá gráti, fót minn frá hrösun.
Ég geng frammi fyrir Drottni
á landi lifenda. (Sl. 116.8-9)

Andstef.

Til paradísar leiði þig kór englanna.
Við heimkomu þína taki á móti þér
píslarvottafjöld.
Og þeir leiði þig heim,
inn í borgina heilögu
Jerúsalem.

Kór englanna taki á móti þér
og með Lasarusi sem fyrr var fátækur
gefi þér Guð hinn eilífa frið.

url: http://kvi.annall.is/2004-04-10/22.41.23/

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli