kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Skriftapredikun · Heim · Leyndardómasónötur Bibers »

Mozart requiem

Kristján Valur @ 23.17 9/4/04

Í dag var sungið Requiem eftir W.A, Mozart í Langholtskirkju. Ég gerði tilraun til að færa merkingu textans í dies irae yfir á íslensku að beiðni stjórnandans, Jóns Stefánssonar. Mér þykir ástæða til að taka fram að ég hafði frábæra kennara í latínu á sínum tíma. Þeir voru Teitur Benediktsson og Kristján Árnason. Ég bið lesarann að hugsa til þeirra í virðingu, en kenna þeim ekki um þegar þýðingin er ónákvæm.

dies irae dies illa Dagur reiði, dagur þessi
solvet saeclum in favilla sem leysir upp hið tímanlega í brennandi glóð,
teste David cum Sibylla eins og Davíð og Sybilla báru vitni um.

quantus tremor est futurus Hvílikur ótti verður þá,
quando iudex est venturus þegar dómarinn kemur.
cuncta stricte discussurus Hann sem allt ræðir í strangleika.

tuba mirum spargens sonum Undursamlegur er ómur básúnunnar
per sepulchra regionum sem breiðist yfir grafirnar, um allan heim,
coget omnes ante thronum og hrekur alla úr hásætum sínum.

mors stupebit et natura Dauðinn undrast og náttúran
cum resurget creatura þegar allt hið skapaða rís upp
iudicanti responsura til að svara honum sem dæmir.

liber scriptus proferetur Skrifuð bók verður borin fram.
in quo totum continetur Í henni er allt skráð
unde mundus iudicetur og samkvæmt því verður heimurinn dæmdur.

iudex ergo cum sedebit Um leið og dómarinn sest
quicquid latet apparebit verður allt sem er hulið opinbert
nil inultum remanebit og ekkert eftir óendurgoldið.

qui sum miser tunc dicturus Hvað mun ég aumur segja þá?
quem patronum rogaturus Hvern bið ég að vera mér hlífiskjöldur?
cum vix iustus sit securus þegar varla nokkur réttlátur er öruggur.

rex tremende maiestatis Þú, konungur af slíkri tign að við titrum,
qui salvandos salvas gratisþú sem leysir þau sem leysa skal, af náð,
salva me fons pietatisleystu mig, þú brunnur trúrækninnar.

recordare Iesu pieHaf í huga, góði Jesús,
quod sum causa tuae viae þó að ég sé orsök vegar þins,
ne me perdas illa die að dæma mig ekki til glötunar á þeim degi.

quaerens me sedisti lassus Þreyttur af leitinn að mér settist þú,
redemisti crucem passus þú leystir mig er þú kvaldist á krossi,
tantus labor non sit cassus slík þraut verður ekki án árangurs.

iuste iudex ultionis Réttláti dómari endurgjaldsins
donum fac remissionis gef mér gjöf fyrirgefningarinnar
ante diem rationis fyrr en rennur dagur reikningsskilanna.

ingemisco tamquam reus Ég andvarpa eins og hinn ákærði,
culpa rubet vultus meus skömmin roðar vanga mína
supplicanti parce Deus gef vægð þeim sem biður, ó, Guð.

qui Mariam absolvisti
Þú sem hreinsaðir Maríu af synd
et latronem exaudisti og heyrðir bæn ræningjans
mihi quoque spem dedisti hefur einnig gefið mér von.

preces meae non sunt dignae Bæn mín er óverðug
sed tu bonus fac benigne en þú, hinn góði, sýn gæsku
ne perenni cremer igne svo ég brenni ekki í eilífum eldi

inter oves locum praesta Gef mér stað meðal sauða þinna,
et ab haedis me sequestra og skildu mig frá höfrunum,
statuens in parte dextra með því að setja mig til hægri handar.

confutatis maledictis Þegar illgjörðamenn eru lýstir bölvaðir,
flammis acribus addictis
og er vísað í bitrar eldtungurnar
voca me cum benedictis þá kalla mig fram með hinum blessuðu.

oro supplex et acclinis Ég bið á hnjánum og beygi höfuð,
cor contritum quasi cinis hjartað iðrast til ösku,
gere curam mei finisGæt mín á endadægri.

lacrimosa dies illa Táraríkur er sá dagur
qua resurget ex favilla þegar upprís úr öskuglóð,
iudicandus homo reus hinn ákærði maður til dóms.

huic ergo parce Deus Veit honum einnig hlíf, ó, Guð.
pie Jesu Domine Góði Jesús, Drottinn minn,
dona eis requiem. Amen gef þeim hvíld og frið. Amen

url: http://kvi.annall.is/2004-04-09/23.17.59/

Athugasemdir

Fjöldi 7, nýjasta neðst

gunný @ 10/4/2004 03.40

Hvílík sjálfsásökun í slíku meistaraverki. Ekkert verk sem ég þekki, og státa ég nú svosum ekki af mikilli þekkingu þaraðlútandi, hefur veitt mér meiri huggun. Held því að tónverkið sé meira hugsmíðin.

En kannski er það svo um alla list, hún er hugboð um það sem rís hæst og mest.

skúli @ 10/4/2004 10.00

Vel af sér vikið og fengur að fá þetta þýtt með svo góðum hætti. Spurning samt hvort ekki mætti greina skýrar á milli einstakra versa. Og af hverju er byrjað á Dies irae? Er röðin ekki vitlaus á þessu?

Tónverkið er stórkostlegt – svo einfalt er það!

Kristjan Valur @ 10/4/2004 12.52

Þetta má að sjálfsögðu setja betur upp, – þetta er bara klaufaskapur! Hitt er annað mál að ég ber ekki ábyrgð á upphafinu, heldur Thomas frá Celano, höfundur textans (d. fyrir 1300).Tvo síðustu versin eru eldri. Helgi Hálfdánarson, lektor Prestaskólans gerði þýðingu sem hefur verið notuð. Ljóð hans er frábært, en þræðir ekki merkinguna nákvæmlega. Það langaði mig til að gera, svo að hún væri til, en auðvitað ætti að syngja ljóð Helga.

gunný @ 10/4/2004 12.59

Ja, ef allur klaufaskapur væri með þessum hætti þá væri veröldin léttari:-) Þetta er firn góður saumaskapur við tónverkið. Er búin að máta það! Þarf reyndar aðlögun við þessa nýju viðbót en það kemur.

skúli @ 10/4/2004 13.24

Hefst verkið ekki á þessu:

“Requiem aeternam dona eis, Domine,
et lux perpetua luceat eis.
Te decet hymnus, Deus in Sion,
et tibi reddetur votum in Jerusalem;
exaudi orationem meam, ad te omnis caro veniet.”

Gaman væri að fá smá forsög

Kristján Valur @ 10/4/2004 13.37

Það er sannarlega rétt hjá þér Skúli, að verkið í heild hefst þannig. Ég sé að ég þarf að setja inn meiri texta. En ég var bú bara að vekja athygli á þessari umræddu sequensu, af því að þýðing á henni hefur ekki verið á almannafæri. Þýðingar á öðrum þáttum eru til. Ég hef reyndar nýlega farið yfir þær líka, svo að það er rétt að ég birti þær allar hér.

skúli @ 10/4/2004 13.40

Bestu þakkir fyrir þetta! :)

Lokað er fyrir athugasemdir.

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli