kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Messa. Smurningin í Betaníu. · Heim · Helgihald á mánudegi í kyrruviku »

Pálmasunnudagur – helgihald

Kristján Valur @ 17.37 2/4/04

Á pálmasunnudag er gert ráð fyrir því að söfnuðurinn sæki helgihald á sinni sóknarkirkju fyrri hluta dags. Kl. 18.00 eru kvöldbænir eða aftansöngur í Langholtskirkju þar sem íhugunarefnið er pálmaviðurinn.

Pálmasunnudagur

Fyrri hluti dags: Þátttaka í helgihaldi safnaðanna.

Kl. 18.00 Aftansöngur með íhugun um pálmagreinarnar

Upphaf:

L Dagur er liðinn og verkalok nálgast. / Kyrrð kvöldsins færist yfir. / Drottinn er í nánd. / Lútum höfði í auðmýkt og minnumst þess að vér erum frammi fyrir augliti Guðs.

A Kvöldbæn vor stigi upp til þín Drottinn, / en miskunn þín niður til vor. / Þinn er dagurinn og þín er nóttin / Lát ljós sannleika þíns lýsa oss daga og nætur./ Leið oss til hvíldar næturinnar / og um síðir til eilífrar fullkomnunar.

Kvöldsálmur úr sálmabók

Játning

L Vér játum fyrir Guði almáttugum / að vér höfum syndgað í hugsunum, orðum og gjörðum./ Vér játum vora skuld, / vora skuld, / vora miklu skuld.
A Almáttugur Guð miskunni oss./ Hann fyrirgefi oss syndir vorar og leiði oss til eilífs lífs.
L Fyrirgefningu allra vorra synda veiti oss almáttugur, náðugur Guð.
A Amen

Sálmur Sl 8

Andstef: I & II Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað

I Drottinn Guð vor, hversu dýrðlegt er nafn þitt um alla jörðina.
Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn.
II Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú gjört þér vígi
til varnar gegn óvinum þínum
til þess að þagga niður í hefndargirni óvinarins.

I & II Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað

I Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna
unglið og stjörnurnar er þú hefur skapað,
II hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans
og mannsins barn að þú vitjir þess?
I Þú lést hann verða litlu minni en Guð,
með sæmd og heiðri krýndir þú hann.
II Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum,
allt lagðir þú að fótum hans:
I sauðfénað allan og uxa,
og auk þess dýr merkurinnar,
II fugla loftsins og fiska hafsins,
allt það er fer loftsins vegu.
I Drottinn, Guð vor,
hversu dýrðlegt er nafn þitt um alla jörðina.

I & II Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað .

Ritningarlestur 2 M 15.27- 16.7

Síðan komu þeir til Elím. Þar voru tólf vatnslindir og sjötíu pálmar, og settu þeir búðir sínar þar við vatnið.Því næst héldu þeir af stað frá Elím, og allur söfnuður Ísraelsmanna kom til Sín-eyðimerkur, sem liggur milli Elím og Sínaí, á fimmtánda degi hins annars mánaðar eftir burtför þeirra úr Egyptalandi.

Þá möglaði allur söfnuður Ísraelsmanna gegn Móse og Aroni í eyðimörkinni.
Og Ísraelsmenn sögðu við þá: Betur að vér hefðum dáið fyrir hendi Drottins í Egyptalandi, er vér sátum við kjötkatlana og átum oss sadda af brauði, því að þið hafið farið með oss út á þessa eyðimörk til þess að láta allan þennan mannfjölda deyja af hungri.
Þá sagði Drottinn við Móse: Sjá, ég vil láta rigna brauði af himni handa yður, og skal fólkið fara út og safna hvern dag svo miklu sem þarf þann daginn, svo að ég reyni það, hvort það vill breyta eftir mínu lögmáli eða ekki.
Og er þeir þá á hinum sjötta degi tilreiða það, sem þeir koma heim með, skal það vera tvöfalt við það, sem þeir annars safna daglega.
Þá sögðu Móse og Aron við alla Ísraelsmenn: Í kveld skuluð þér viðurkenna, að Drottinn hefir leitt yður út af Egyptalandi.
Og á morgun skuluð þér sjá dýrð Drottins, með því að hann hefir heyrt möglanir yðar gegn Drottni. Því að hvað erum við, að þér möglið gegn okkur?

Vers:

L Guð sé oss náðugur og miskunnsamur
A og veiti oss blessun sína
L Hann láti ásjónu sína lýsa
A svo að vér megum þekkja veg hans á jörðu

Íhugun um pálmagreinarnar

Lofsöngur Maríu (Magnificat)

Andstef:
Drottinn hefur mikla hluti við mig gjört,
voldugur er hann og nafn hans heilagt
.

Önd mín miklar Drottin,
og andi minn gleðst í Guði frelsara vorum.
Því að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar,
héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja.
Því að mikla hluti hefur hinn voldugi við mig gjört,
og heilagt er nafn hans.
Miskunn hans við þá er óttast hann,
varir frá kyni til kyns
.
Drottinn hefur mikla hluti við mig gjört,
voldugur er hann og nafn hans heilagt
.

Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum
og drembilátum í hug og hjarta hefur hann tvístrað.
Valdhöfum hefur hann steypt af stóli
og upphafið smælingja.

Hungraða hefur hann fyllt gæðum,
en látið ríka tómhenta frá sér fara.
Hann hefur minnst miskunnar sinnar
og tekið að sér Ísrael þjón sinn
eins og hann talaði til feðra vorra,
við Abraham og niðja hans ævinlega.

Drottinn hefur mikla hluti við mig gjört,
voldugur er hann og nafn hans heilagt
.

Bænir

Drottinn Guð, vér þökkum þér fyrir þennan dag og fyrir gjafir náðar þinnar.
Þú hefur endurnært oss og alla kristni þína með heilögu orði þínu og sakramenti.
Varðveit oss í samfélagi Heilags Anda, svo að vér sem höfum verið styrkt og uppbyggð í heilögu Orði þínu fáum unnið sigur á freistaranum og eignumst þolgæði til þjónustu kærleikans.
Gjör heyrendur orðs þíns að gjörendum. Gef ávöxt þess sem þú sáðir í dag. Varðveit þau sem í dag voru gestir við borð þitt, í samfélagi við þig og hvert við annað.
Vér biðjum þig fyrir þeim öllum sem erfiða í söfnuði þínum. Varðveit hjörtu þeirra fyrir beiskju og þyngslum.
Vér felum þér þau öll sem þjást vegna nafns þíns og biðjum þig að varðveita með þeim anda kraftar og kærleika og aga.
Vér biðjum þig fyrir gjörvallri kirkju þinni. Lát hana ekki villast frá sannleika þinum og geym hana í friði þínum. Leið alla kristni þína sem sundruð er í ólíkar kirkjudeildir, saman að einu borði, svo að hún lofi þig með einum rómi og einu hjarta og nafn þitt verði vegsamað meðal allra þjóða.

Blessun:

L Þökkum Drottni og vegsömum hann
A Guði sé vegsemd og þakkargjörð
L Blessi oss almáttugur og miskunnsamur Guð,
Faðir og Sonur og Heilagur Andi

A Amen

url: http://kvi.annall.is/2004-04-02/17.37.55/

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli