kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Postuli í uppnámi · Heim · Dagskráin frá Betaníu til Emmaus – fyrsti áfangi »

Frá Betaníu til Emmaus

Kristján Valur @ 18.23 31/3/04

Hér er tillaga um helgihald sem tengir saman alla daga dimbilviku og páska. Nánar verður skýrt frá dagskránni hér á annálnum síðar.

Frá Betaníu til Emmaus

Hin heilaga kyrravika hefur alla tíð haft algjöra sérstöðu í trúariðkun kristninnar. Í sameiginlegu helgihaldi og í persónulegu trúarlífi hafa söfnuðir og einstaklingar fetað með Kristi veg þjáningarinnar að skelfingu krossfestingarinnar, staðið ráðvilt með lærisveinunum eftir að hann var lagður í gröf og hlaupið fagnandi á eftir konunum að hinni opnu gröf páskaundursins.

Í kirkjum landsins, eins og um allan heim, fer fram fjölbreytilegt helgihald á þessum tíma. Ástæða er til að hvetja þau öll til þátttöku sem annt er trú og kirkju.Ekki aðeins sín vegna heldur einnig okkar hinna. Fyrir utan hefðbundið helgihald má ekki gleyma því að margir tónleikar í kirkjunum geta verið sannkallaðar bæna- og tilbeiðslustundir.

Hér er gerð tillaga um skipulag helgihalds í kyrruviku umfram hið hefðbundna undir heitinu: frá Betaníu til Emmaus. Þetta er dagskrá sem tengir saman tilefni kirkjugöngunnar í kyrruviku (dymbilviku) og um páska með sameiginlegri íhugun.

Hér á vefnum má finna ritningartexta og bænir sem fylgja hverjum degi, en dagskránni sjálfri verður fylgt eftir í daglegu helgihaldi.

Til að tengja saman dagana frá laugardegi fyrir pálmasunnudag til annars páskadags, verður alla daga nema skírdag og föstudaginn langa helgihald í Langholtskirkju með einhverju sniði kl. 18.00. Ætlun er að prófa þessa dagskrá með þessum hætti í þeirri von að reynslan nýtist síðar þeim sem myndu vilja nýta þetta helgihald í öðrum kirkjum. Af því tilefni hefur dagskráin í Langholtskirkju einnig viðkomu í öðrum kirkjum.

Helgihaldið fer fram á eftirtöldum tímum og stöðum:

3.apríl. Laugardagur fyrir pálmasunnudag.

Kl. 18.00 Messa í Langholtskirkju
Megintema messunnar er smurningin í Betaníu í 12.kafla Jóhannesarguðspjalls.
Að lokinni messu ganga þau sem vilja til Áskirkju
þar sem lesið verður úr píslarsögunni samkvæmt Mattheusi.
Bænagjörð.

4.apríl. Pálmasunnudagur
Þátttaka í guðsþjónustuhaldi kirknanna.

Kl.18.00. Aftansöngur í Langholtskirkju.
Íhugun um pálmagreinarnar.
Fyrirbænir.

Kl. 20.00 Messa í Friðrikskapellu
með gregorskum söng og gömlu passíusálmalögunum.

5.apríl. Mánudagur
Kl. 18.00 Aftansöngur í Langholtskirkju
Bænir og lestrar kyrruviku.
Ef veður leyfir verður gengin íhugunarganga að loknum aftansöng í átt að Elliðaánum.
Þar er endað með næturbænum.

6.apríl Þriðjudagur.

Kl. 18.00 Messa í Langholtskirkju
Íhugunarefni: Æðastaprestsbæn Jesú.

7.apríl.Miðvikudagur.
Kl. 08.00 Morgunmessa í Hallgrímskirkju.
Messan tekur hálfa klukkustund.
Á eftir er morgunhressing í suðursal kirkjunnar.

Kl. 18.00 Guðsþjónusta með almennum skriftum í Langholtskirkju.

8.apríl. Skírdagur
Kvöldmessur á kirkjunum (sjá tilkynningar)

9.apríl Föstudagurinn langi.
Helgihald á sóknarkirkjum (sjá tilkynningar)
kl.14.00 Guðsþjónusta á Þingvöllum

kl. 17.00 Tónleikar í Langholtskirkju

10.apríl. Laugardagurinn fyrir páska
Kl. 18.00 Kvöldbænir í Langholtskirkju
Íhugun um gröfina og þögnina

Kl. 23.30 Páskanæturmessa í Langholtskirkju.

11.apríl Páskadagur

Messur á sóknarkirkjum (sjá tilkynningar)

12.apríl Annar páskadagur
Kl. 18.00 Messa í Langholtskirkju.
Messað er í lofsalnum.
Minnst er Emmausgöngu lærisveinanna.
Einfaldur kvöldverður.

url: http://kvi.annall.is/2004-03-31/18.23.13/

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli