kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Guðsþjónusta í Þingvallakirkju á föstudaginn langa · Heim · Páskamorgunn í Langholtskirkju »

Úr formála að Guðfræði NT eftir Ulrich Wilckens

Kristján Valur @ 22.39 18/4/03

Af því að hér var minnst á Ulrich Wilckens er hér svolítið meira um hann.

Ulrich Wilckens er að gefa út aftur rit sitt Theologie des Neuen Testaments. Út er komið fyrsta bindi í tveimur hlutum: Geschichte der urchristlichen Theologie, útg. 2002 og 2003.

Í formála fyrsta bindis skrifar hann (í lauslegri þýðingu):

Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
Það var þetta – síðasta orð Krists á krossinum sem mest snart okkur nokkra unga menn af stríðskynslóðinni þegar við vorum við nám að stríðinu loknu.
Við höfðum upplifað hið algjöra hrun. Vegna hinna pólitísku hörmunga sem yfir höfðu dunið var öll, fyrrum eðlileg umgjörð lífsins brotin og svívirt.
Hin þunga byrði þýskrar sektar lá svo þungt á okkur, að sú hugsun að einhverntíma yrði hægt að létta henni af okkur, var jafn fjarlæg og að einhverntíma yrði hægt að skapa nýtt lífsrými í gjöreyðlögðum rústum þýskra borga.
Þó fundum við ekki fyrir neinni innri uppgjöf.
Þó að allt benti til þess að það væri engin leið út, þá fannst okkur, í algjörri andstöðu við það, við vera kölluð til endurnýjunar á öllum sviðum mannlegs lífs.

Kjarkurinn til þess kom úr páskaguðspjallinu.
Við fundum að ef það væri yfirleitt nokkur möguleiki á því að til yrði frekari saga Þýskalands sem nú var siðferðilega, stjórnmálalega og efnislega eyðilagt, þá aðeins með hjálp þess Guðs sem getur gefið nýtt líf í dauðanum miðjum.

Kristur, hinn krossfesti og upprisni var hinn eini grundvöllur allrar vonar um líf í frelsi og mannlegri reisn..
Þannig virtist okkur að starf það og köllun sem við stefndum að að loknu guðfræðinámi, hefði mjög mikið vægi og væri eftirsóknarvert.
Við vildum verða prestar, sem myndu þurfa að hjálpa til við endurnýjun kirkjunnar, en án þeirrar endurnýjunar gæti ekki orðið nein endurnýjun samfélagsins eða ríkisskipulagsins.

Að Guð geti bjargað frá dauðanum, það hafði ég sjálfur reynt, sextán ára gamall hermaður, við lok stríðsins. Vegna þess kraftaverks komst ég – algjörlega óvænt – til trúar á Guð og varð guðfræðingur, – sem prestur, háskólakennari og biskup.
Raunveruleiki þess að Jesús var reistur upp frá dauðum varð hið eina þema lífs míns.

Við lok biskupsþjónustu minnar gaf Guð mér líf, einu sinni enn. … Þessi endurnýjaða reynsla hvatti mig til að búa til prentunar nýja útgáfu á þessu verki um Guðfræði Nýja Testamentisins.

Þannig lýkur þessari tilvitnun.

url: http://kvi.annall.is/2003-04-18/22.39.15/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 18/4/2003 23.29

Þessi tilvitnun gefur gott innlit í þann frásagnarkraft sem einkennir Wilckens og þá dýpt sem einkennir texta hans. Takk fyrir.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli