kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Guðsþjónusta safnaðarins. Grundvallarviðmið · Heim · Messuskýringar »

Bréfið til Dóms- og kirkjumálaráðherra

Kristján Valur @ 14.17 5/4/03

Einhver fór að leita að bréfi mínu til kirkjumálaráðherra og fann það ekki. Það er hér. Nú er liðinn helmingur þess tíma sem ráðherra hefur til að svara.

Dóms- og kirkjumálaráðherra
Frú Sólveig Pétursdóttir.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
Arnarhváli
150 Reykjavík

Reykjavík, 27. mars 2003

Undirrituðum hefur verið kunngjörð sú ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra að veita sr. Jóni A. Baldvinssyni embætti vígslubiskups á Hólum.

Þar sem atkvæði féllu jöfn milli mín og sr. Jóns Aðalsteins eftir tvær umferðir kosninga til embættisins varð ljóst að á grundvelli starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 818/2000, skyldi dóms- og kirkjumálaráðherra veita öðrum hvorum embættið.

Við úrlausn um þetta mál bar að fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins um faglega og málefnalega málsmeðferð. Í því felst að skylt var að veita þeim umsækjanda sem hæfari er embættið.

Mat á hæfi hlýtur óhjákvæmilega að taka fyrst og fremst mið af menntun, starfsreynslu og starfsaldri auk hæfileika manna til að gegna embættinu.

Undirritaður hefur meiri menntun, fjölþættari reynslu og þá sérstaklega meiri stjórnunarreynslu, sem nýtist beint til starfrækslu embættis vígslubiskups á Hólum, heldur en sá sem fékk embættið.

Af þessu leiðir að ég sé mig knúinn til að óska rökstuðnings fyrir ákvörðun um veitingu embættis vígslubiskups á Hólum þar sem ég tel að farið hafi verið á svig við lög og góða stjórnsýsluhætti með embættisveitingunni.

Með vísan til þess sem rakið hefur verið og til 21.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993, óskar undirritaður hér með eftir rökstuðningi dóms- og kirkjumálaráðherra fyrir þeirri ákvörðun ráðherra að veita sr. Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, embætti vígslubiskups í Hólaumdæmi, en ekki undirrituðum.

Virðingarfyllst ..

url: http://kvi.annall.is/2003-04-05/14.17.52/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Óli Jói @ 10/4/2003 10.39

Er ekkert svar komið?

Kristjan Valur @ 10/4/2003 12.44

Jú, nú er komið svar. Það er að vísu ekki frá ráðherra, heldur unnið af þeim heiðursmönnum Birni Friðfinnsyni, ráðuneytisstjóra og Hjalta Zophoníassyni, deildarstjóra. Þetta er dálítið merkilegt bréf og mikið umhugsunarefni, jafnvel ekki bara fyrir mig. Ég mun fjalla um það síðar hér á annálnum. Annað er ekki tímabært að nefna að svo stöddu nema þetta: Ég ber mikla virðingu fyrir þessum tveim mönnum.

fvdy89g@altavista.com @ 17/7/2006 22.27

funny ringtones

Lokað er fyrir athugasemdir.

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli