kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit

« Diakonia eða þjónusta kirkjunnar · Heim · Gos og guðfræði »

Námskeiðið í sálmafræði

Kristján Valur @ 19.56 21/1/03

Námskeiðið í Liturgiu I, Hymnologiu, eða sálmafræði, var kennt í fyrsta sinn á haustmisseri samkvæmt nýju fyrirkomulagi.

Sú endurskoðun á námsframboði sem stóð yfir 1999 til 2001 leiddi til ákveðinna breytinga í hinu kennimannlega námi. Námskeiðið um sálmafræði naut góðs af því og fékk tvær einingar. Í stuttu máli sagt kom mikið gott út úr þeirri breytingu. Auðvitað veldur miklu um hvernig nemendur bregðast við nýmælum, og þau sem sátu námskeiðið sl. haust voru sannarlega góðir nemendur. Þess vegna var líka afraksturinn eftir því, bæði hvað varðar skrifleg verkefni og próf.

Bæði verkefnin og prófin eru dýrmætt framlag til lítt ritaðrar eða rannsakaðrar sálmasögu Íslands. Í samvinnu við nemendur þyrftum við að eiga þess kost að búa til einskonar sarp verkefna sem leggja mætti í vaxandi grunn þessara rannsókna.

Merkasti árangur námskeiðsins væri auðvitað sá að það fjölgaði þeim sem hafa skilið hversu dýrmætt tæki í þjónustu trúarinnar sálmurinn er, og það fjölgaði þeim sem yrkja nýja sálma, eins og líka þeim sem hvetja til nýsköpunar bæði ljóðs og lags.

url: http://kvi.annall.is/2003-01-21/19.56.43/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Guðni Már Harðarson @ 21/1/2003 20.09

Get tekið heilshugar undir eftirfarandi:

“fjölgaði þeim sem hafa skilið hversu dýrmætt tæki í þjónustu trúarinnar sálmurinn er”

Ég er afar þakklátur fyrir þá sýn sem ég fékk inní gildi sálmsins. Þakka kærlega fyrir mig og þess sem ég fékk að njóta í Litúrgíu 1

Árni Svanur @ 21/1/2003 20.37

Þetta er skrifað án allrar ábyrgðar. Á heimspekivefnum er að finna a.m.k. eitt dæmi um að ritgerðir nemenda úr námskeiði hafi verið gefnar út að námskeiðinu loknu. Slíkt hlyti að vera möguleiki ef einhvern tímann yrði nú settur upp almennilegur guðfræðivefur íslenskur. Forsenda þess að hægt væri að birta ritgerðir á slíkum vettvangi væri auðvitað alltaf sú að einhver tæki að sér að lesa þær „krítískt“, en það ætti ekki að vera svo mikið mál.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli